Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 15. nóvember 2025 16:10
Kári Snorrason
Varsjá
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Þorvaldur á tali við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson fyrir æfingu liðsins í dag.
Þorvaldur á tali við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson fyrir æfingu liðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Frá æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mætir Úkraínu annað kvöld á herstöðvarleikvanginum í Varsjá í úrslitaleik um umspil fyrir HM 2026. Íslenska liðið æfði á leikvanginum fyrr í dag en Fótbolti.net ræddi við Þorvald Örlygsson formann KSÍ um leik morgundagsins.

„Ferðalagið gekk ljómandi vel. Flugið var aðeins lengra en við bjuggumst við, en allt í góðu með það. Klukkan er núna orðin aðeins betri hjá mönnum. Það eru allir ferskir, ferðalagið var virkilega gott."

Ísland vann sannfærandi 0-2 sigur á Aserbaísjan fyrr í vikunni. Þorvaldur var ánægður með leikinn og segir hann góðan undirbúning fyrir Úkraínu á morgun.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega flottur, seinni hálfleikurinn var aðeins öðruvísi. Fyrri hálfleikurinn var miklu skemmtilegri áhorfs; ferskleiki, miklar hreyfingar og kláruðum dæmið virkilega vel. Þetta var góður undirbúningur fyrir þennan leik, en það er allt öðruvísi leikur framundan og allt öðruvísi tilfinningar."

„Við höfum verið að berjast við Úkraínu undanfarin ár, þetta hafa nú verið þokkalega jafnir leikir. Ég efast um að það verði ekki aftur á morgun. Þetta snýst svolítið að því hvernig menn koma inn í leikinn, stemningin og hvort að menn séu ekki of stressaðir. Ég held að ef við byrjum eins og í Aserbaísjan og jafnvel þá leiki sem við höfum spilað undanfarið að þá eigum við góða möguleika. En við erum að spila við gífurlega sterkt lið og lið með góða leikmenn innanborðs."

Jafntefli nægir Íslandi til að tryggja 2. sæti riðilsins, en Þorvaldur var spurður hvort það hefði mikil áhrif.

„Það fer auðvitað eftir því hvernig leikurinn þróast en auðvitað er alltaf gott að hafa það í bakhöndinni. Það er aldrei hægt að tryggja neitt fyrr en leikurinn er hafinn og þá sérstaklega á útivelli. Við þurfum að horfa í hvað við erum góðir í og halda boltanum en verjast á réttum augnablikum."

Formaðurinn er vongóður fyrir leiknum og spáir íslenska liðinu sigri, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner