Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   sun 16. nóvember 2025 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varsjá
Hörður Björgvin fær loksins tækifæri til að svara 26 mánuðum seinna
Í upphitun fyrir leikinn. Hörður Björgvin spilar sinn 51. landsleik í dag.
Í upphitun fyrir leikinn. Hörður Björgvin spilar sinn 51. landsleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliði Íslands sem mætir Úkraínu í undankeppni HM klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Spilað er í Varsjá og er um úrslitaleik að ræða, sigurliðið fer í umspilið um sæti á HM.

Síðustu misseri hjá Herði Björgvini hafa einkennst af meiðslum, hann meiddist illa í september 2023 og hefur ekki spilað keppnisleik með landsliðinu síðan.

Hann sneri aftur á völlinn eftir eitt og hálft ár frá í sumar og spilaði fyrri hálfleikinn í vináttulandsleik gegn Skotlandi.

Lestu um leikinn: Úkraína 0 -  0 Ísland

Í september 2023 var Hörður Björgvin í byrjunarliðinu gegn Lúxemborg í undankeppni EM og átti slæman leik, fékk að líta rauða spjaldið í 3-1 tapi Íslands. Undirritaður var mjög gagnrýninn á Hörð eftir þann leik og gaf honum 1 í einkunn fyrir frammistöðuna.

Hann er mættur aftur, spilar reglulega með Levadiakos í grísku úrvalsdeildinni og kemur inn í byrjunarlið Íslands fyrir Daníel Leó Grétarsson.
Athugasemdir
banner