Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 15. nóvember 2025 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Átján þúsund miðar seldir á úrslitaleikinn í Varsjá
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Spennan er að magnast fyrir úrslitaleik Úkraínu og Ísland um umspilssæti á HM en þegar er búið að selja um 18 þúsund miða á leikinn sem fer fram í Varsjá í Póllandi.

Úkraína hefur síðustu þrjú ár spilaði heimaleiki sína í Póllandi vegna stríðsástandsins heima fyrir.

Völlurinn í Varsjá tekur 26 þúsund manns, en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hafa 18 þúsund miðar verið seldir á leikinn.

Þar af verða um 200 Íslendingar mættir til að styðja við strákana okkar sem þurfa að minnsta kosti jafntefli til að komast áfram í umspilið.

Flautað verður til leiks klukkan 17:00 á The Marshall Józef Pilsudski-leikvanginum á morgun og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 5 4 1 0 13 - 3 +10 13
2.    Ísland 5 2 1 2 13 - 9 +4 7
3.    Úkraína 5 2 1 2 8 - 11 -3 7
4.    Aserbaísjan 5 0 1 4 2 - 13 -11 1
Athugasemdir
banner