banner
   þri 01. október 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Igor Biscan tekur við U21 liði Króata (Staðfest)
Biscan í leik með Liverpool.
Biscan í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Igor Biscan, fyrrum miðjumaður Liverpool, hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs Króatíu.

Biscan spilaði með Liverpool frá 2000 til 2005 en hann fór síðan til Panathinaikos og þaðan Dinamo Zagreb þar sem hann lauk leikmannaferlinum.

Sem þjálfari vann Biscan króatísku B-deildina með Rudeš árið 2017 og ári síðar varð hann slóvenskur meistari sem þjálfari Olimpija Ljubljana.

Í fyrravor vann Biscan bikarkeppnina í Króatíu með liði Rijeka en hann sagði upp störfum þar í síðustu viku.

Athugasemdir
banner
banner
banner