Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. nóvember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar og Sigurbergur í Keflavík (Staðfest)
Andri Fannar Freysson.
Andri Fannar Freysson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Freysson, fyrirliði Njarðvíkinga undanfarin ár, hefur gengið til liðs við nágrannana í Keflavík.

Andri Fannar er 27 ára gamall miðjumaður en hann spilaði sextán leiki með Keflavík í efstu deild árin 2013 og 2014.

Undanfarin ár hefur Andri Fannar verið í lykilhlutverki hjá Njarðvík en hann hjálpaði liðinu að vinna 2. deildina árið 2017. Njarðvíkingar féllu úr Inkasso-deildinni í sumar.

Kantmaðurinn Sigurbergur Bjarnason hefur einnig gengið í raðir Keflvíkinga frá Njarðvík.

Sigurbergur steig sín fyrstu skref í Inkasso-deildinni með Njarðvík í fyrra en hann varð síðan fyrir því óláni að slíta krossband. Í sumar kom Sigurbergur til baka eftir meiðslin og lék einn leik á láni hjá Vestra en faðir hans Bjarni Jóhannsson er við stjórnvölinn þar.

Keflavík endaði í 5. sæti í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili en Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom inn í þjálfarateymi liðsins á dögunum og mun þjálfa liðið ásamt Eysteini Húna Haukssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner