Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fös 01. nóvember 2024 20:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag þakkar stuðningsmönnum Man Utd fyrir
Mynd: EPA

Erik ten Hag hefur opnað sig eftir að hafa verið rekinn sem stjóri Man Utd á dögunum. Hann er mjög þakklátur stuðningsmönnum félagsins.


Ten Hag var ráðinn árið 2022 og vann deildabikarinn og enska bikarinn en var rekinn eftir 2-1 tap gegn West Ham á dögunum og skildi við liðið í 14. sæti deildarinnar. Rúben Amorim mun taka við af honum en Ruud Van Nistelrooy mun stýra liðinu í næstu þremur leikjum.

„Kæru stuðningsmenn, ég vil byrja á því að þakka ykkur. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir félagið, hvort sem það var á leik langt í burtu eða erfiður leikur á Old Trafford, stuðningur ykkar var alltaf óhagganlegur. Andrúmslotftið á Old Trafford hefur alltaf verið rafmagnað," segir Ten Hag.

Ten Hag naut þess að hitta og spjalla við stuðningsmenn liðsins út um allan heim.

„Ég vil þakka ykkur fyrir að færa mér þessa tilfinningu. Ég vil líka þakka starfsfólkinu í öllum deildum félagsiins fyrir óbilandi stuðning á góðum og slæmum tímum," segir Ten Hag.

„Við unnum tvo bikara, afrek sem ég mun þykja væntum til æviloka. Auðvitað var draumur að bæta fleiri bikurum í safnið en því miður er sá draumur á enda."


Athugasemdir
banner
banner
banner