Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. september 2019 22:09
Magnús Már Einarsson
Ari Sigurpáls til Bologna (Staðfest)
Mynd: HK
HK hefur lánað hinn efnilega sóknarmann Ara Sigurpálsson til ítalska úrvalsdeildarfélagsins Bologna en félagið greinir frá þessu á Facebook síðu sinni í kvöld.

Af Facebook síðu HK
Lánssamningurinn gildir fram á næsta vor og hefur Bologna forkaupsrétt á leikmanninum meðan á lánsdvölinni stendur. Ari sem er 16 ára mun æfa og spila með U17 ára liði félagsins.

,Ari hefur vakið athygli ýmissa erlendra liða á undanförnum árum og því kemur það ekki á óvart að lið eins og Bologna óski eftir kröftum hans.

Bologna hefur orðið ítalskur meistari sjö sinnum en þetta fornfræga félag er fimmta sigursælasta félag Ítalíu frá upphafi. Fyrir hjá Bologna er annar ungur Íslendingur, Andri Fannar Baldursson.

Ari hefur komið við sögu í tveimur leikjum með HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og staðið sig vel. Þar með varð Ari yngsti leikmaður í sögu HK sem hefur spilað í efstu deild. Ari hefur jafnframt leikið 11 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Það verður spennandi að fylgjast með Ara og óskum við honum góðs gengis!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner