Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. september 2019 18:09
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mkhitaryan lánaður til Roma (Staðfest)
Mkhitaryan mun spila á Ítalíu í vetur.
Mkhitaryan mun spila á Ítalíu í vetur.
Mynd: Getty Images
Roma staðfesti í kvöld að Armeninn Henrikh Mkhitaryan hafi verið lánaður til félagsins frá Arsenal.

Mkhitaryan kom til Arsenal í janúar 2018, hann hefur aðeins verið í byrjunarliði í einum af fyrstu fjórum deildarleikjum liðsins á tímabilinu.

Þessi 30 ára gamli leikmaður hefur leikið 56 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim níu mörk.

Mkhitaryan mun leika næsta árið á láni hjá Roma á Ítalíu sem hefur nú þegar fengið tvo leikmenn á láni úr ensku úrvalsdeildinni, Chris Smalling frá Manchester United og Davide Zappacosta frá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner