Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. nóvember 2019 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Harley Willard í Fylki (Staðfest)
Mynd: Fylkir
Harley Willard samdi í dag við Pepsi Max-deildar lið Fylkis. Hann gengur í raðir félagsins frá Víkingi Ó. Á sama tíma var endursamið við Andrés Má Jóhannesson.

Harley er 22 ára enskur kantmaður. Hjá Víkingi Ó. skoraði hann 11 mörk í 22 leikjum í Inkasso-deildinni í sumar. Í lok sumars var hann valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni. Harley semur til tveggja ára.

Andrés Már er uppalinn hjá Fylki. Hann hefur spilað 238 leiki í deild og bikar fyrir félagið og skorað 20 mörk í þeim leikjum. Andrés hefur spilað einn A-landsleik og á þá 14 leiki með yngri landsliðum.

„Þetta eru gleðifréttir fyrir okkur Fylkisfólk. Harley er ótrúlega spennandi leikmaður sem við höfum mikla trú á að muni reynast okkur vel. Að sama skapi eru það frábær tíðindi að Addi sé að framlengja við okkur enda þar á ferðinni frábær leikmaður og félagsmaður,“ segir Hrafnkell Helgi Helgason, formaður mfl.ráðs Fylkis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner