Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 02. desember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Ragnar Leós til ÍA (Staðfest)
Frá undirskrift í dag.
Frá undirskrift í dag.
Mynd: ÍA
Ragnar Leósson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt ÍA á nýjan leik eftir sex ára dvöl hjá öðrum félögum. Ragnar skrifaði undir tveggja ára samning hjá ÍA í dag.

Ragnar spilaði með Leikni R. í Inkasso-deildinni í sumar þar sem hann skoraði fjögur mörk í 22 leikjum.

„Ég er bara ánægður með að vera kominn heim, spennandi tímar framundan að gerast á skaganum og ég hlakka til að vera með," sagði Ragnar eftir undirskrift.

Hinn 26 ára gamli Ragnar er miðjumaður en hann hefur einnig leikið með ÍBV, Fjölni og HK á ferlinum. Samtals hefur hann skorað 27 mörk í 185 deildar og bikarleikjum.

„Mér líst mjög vel á þennan leikmann, er skagamaður í húð og hár, vinnusamur og öflugur miðjumaður sem kemur með gæði inní liðið, hann er vel spilandi á boltann auk þess sem þessi strákur er frábær innan vallar sem utan og er styrkur fyrir okkar lið," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari Skagamanna.
Athugasemdir
banner
banner