Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. september 2018 19:37
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 
Raggi Sig: Persónulegar ástæður sem ég vil ekki fara nánar út í
Icelandair
Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson.
Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Erik Hamren landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn
Íslenski landsliðshópurinn kom saman í Austurríki í dag þar sem undirbúningur fyrir útileik gegn Sviss í Þjóðadeildinni fer fram. Leikurinn verður á laugardaginn.

Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er í hópnum en hann hafði tilkynnt eftir HM í Rússlandi að hann hefði ákveðið að hætta með landsliðinu. En af hverju?

„Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því. Ástæður sem ég vil helst ekki fara nánar út í. Það eru margir búnir að hvetja mig til að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt og spurt mig út í þetta," sagði Ragnar í viðtali sem birt var á Stöð 2 í kvöld.

„Ég talaði við nýju þjálfarana og mér finnst að það séu spennandi hlutir að fara að koma. Það er komið nýtt blóð og nýir hlutir sem mér finnst spennandi."

Guðmundur Benediktsson er í Austurríki fyrir Stöð 2 og spurði Ragnar hvernig honum litist á Erik Hamren, nýjan landsliðsþjálfara, við fyrstu kynni.

„Hann 'lúkkar' sem fyndinn gæi og veit hvað hann er að tala um," svaraði Ragnar.

Kolbeinn: Erfitt að finna lið sem er tilbúið að veðja á mig
Guðmundur ræddi einnig við sóknarmanninn Kolbein Sigþórsson en hann var valinn í hópinn þrátt fyrir langvarandi meiðsli.

„Meiðslin hafa ekki truflað mig og þetta er mjög jákvætt," sagði Kolbeinn sem telur sig í fínu standi. Hann er þó úti í kuldanum hjá félagsliði sínu, Nantes í Frakklandi, og fær ekkert að spila.

„Þegar ég kom til baka í sumar var mér tilkynnt að ég mætti fara og finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig að ég hef verið í leit að liði. Ég hef ekkert spilað í að verða tvö ár og það er erfitt að finna lið sem er tilbúið að veðja á mig."

Hamren hefur talað um að Kolbeinn sé ekki klár í að byrja en gæti nýst í 10-15 mínútur.

„Ég tel mig vera kláran í það. Ég er ekki í leikformi en hann spurði hvort ég væri klár í að spila 10-15 mínútur. Ég tel mig vera það.," sagði Kolbeinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner