Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 03. nóvember 2019 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Everton jafnaði á 98. mínútu gegn Spurs
Digne og Tosun fagna.
Digne og Tosun fagna.
Mynd: Getty Images
Dele Alli fagnaði marki sínu með 'Fifa' fagni.
Dele Alli fagnaði marki sínu með 'Fifa' fagni.
Mynd: Getty Images
Everton 0 - 1 Tottenham
0-1 Dele Alli ('63 )
1-1 Cenk Tosun ('90+8 )
Rautt spjald: Son Heung-Min, Tottenham ('79)

Everton tók á móti Tottenham í uppgjöri tveggja liða sem hafa farið ansi illa af stað í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var ansi tíðindalítill eins og kannski má ætla þegar þessi fyrirsögn er lesin: „Einn versti hálfeikur sem ég hef séð"

Seinni hálfleikur var áhugaverðari. Bæði lið vildu fá víti í hálfleiknum en VAR neitaði liðunum um víti. Dele Alli kom Tottenham yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Heung-min Son átti þá sendingu á Alli sem gerði mjög vel við vítateiginn og skoraði svo framhjá Jordan Pickford.

Son átti eftir að koma meira við sögu en hann braut á Andre Gomes þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Brotið var ekki það grófasta en Gomes fór ansi illa út úr því og meiddist illa. Gomes var borinn af velli og verður líklegast talsvert lengi frá. Meira um það atvik má sjá hér.

Leikurinn var ansi lengi stopp þegar hlúað var að Gomes. Tólf mínútum var bætt við venjulegan leiktíma.

Á áttundu mínútu uppbótartíma jafnaði Everton leikinn. Luca Digne fékk þá boltann úti vinstra meginn og átti flotta fyrirgjöf sem Cenk Tosun stangaði í netið. Everton sótti í kjölfarið og reyndi að tryggja sér sigurinn en tókst ekki að bæta við marki. Jafntefli niðurstaðan.

Tottenham er eftir leikinn í 11. sæti með 13 stig og Everton er í 17. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner