Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 19:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino brjálaður út í VAR: Ósanngjarnt rautt spjald
Mynd: Getty Images
Tottenham gerði jafntefli við Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Dele Alli kom Tottenham yfir eftir rúman klukkutíma en Cenk Tosun jafnaði á áttundu mínútu uppbótartíma.

Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks lenti Andre Gomes í samstuði við Serge Aurier eftir að Heung-min Son hafði brotið á Portúgalanum. Gomes fór mjög illa úr samstuðinu og þurfti að bera leikmanninn af velli. Gomes verður líklega lengi frá vegna meiðslanna.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, tjáði sig um þetta sem og fleira í viðtali eftir leik.

„Ég held að Son sé miður sín vegna afleiðingana. Mig langar að senda hlýja kveðju á Gomes. Það sem er mikilvægast núna er að hann nái góðum bata. Allir eru miður sín og þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir Everton."

„Niðurstaða dómarans var að dæma gult spjald. Svo breytir VAR því í rautt. Frá mér séð er það ósanngjarnt. Dómarinn var í erfiðri stöðu þegar VAR breytti dómnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner