Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. febrúar 2019 13:10
Magnús Már Einarsson
Furðuleg regla gæti opnað á nýja taktík á Íslandi
Reglan var notuð í fyrsta skipti á Íslandi í Fífunni í gær þar sem Breiðablik vann Stjörnuna í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.
Reglan var notuð í fyrsta skipti á Íslandi í Fífunni í gær þar sem Breiðablik vann Stjörnuna í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK spilar heimaleiki sína í Kórnum.  Þar verður dómarakast ef boltinn fer upp í þak í Pepsi-deildinni í sumar.
HK spilar heimaleiki sína í Kórnum. Þar verður dómarakast ef boltinn fer upp í þak í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stór breyting hefur átt sér stað hvað varðar reglur á leikjum í knattspyrnuhúsum á Íslandi. Þegar boltinn fer upp í þak á húsinu eru ekki lengur innköst í leikjum heldur lætur dómarinn boltann falla og tveir leikmenn berjast um boltann.

Innköstin voru alltaf tekin í línu við þar sem boltinn fór upp í þakið og það sama á við um dómaraköstin núna. Því er möguleiki á dómarakasti inni í markteig eða vítateig ef boltinn fer upp í þak á þeim slóðum!

Þessi regla hefur verið lengi til staðar í knattspyrnulögunum en KSÍ hefur verið með sérákvæði frá henni í leikjum í Lengjubikar á Íslandi. Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda gerði athugasemd við það að KSÍ hafi verið með sérákvæði í reglugerðinni. KSÍ ber, líkt og öðrum knattspyrnusamböndum, að fara eftir ákvæðum knattspyrnulaganna hvað þetta atriði varðar og hefur ekki heimild til þess að setja sérákvæði í reglugerðir móta sem stangast þannig á við knattspyrnulögin.

Því hefur undanþágan verið tekin úr knattspyrnulögunum á Íslandi og reglan var notuð í fyrsta skipti notuð á Íslandi í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Fífunni í gærkvöldi þar sem Breiðablik vann Stjörnuna 2-0.

„Ég held að þetta dæmi sig bara svolítið sjálft í þessum leik, þetta var bara apalegt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leik.

„Þetta er mjög skýtið, þetta er bara eins og í amerískum fótbolta, ég held að hvorki við né okkar dómarar séu að taka ákvörðun um þetta, þetta hlýtur að koma frá Evrópu," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks.

Gæti haft áhrif í sumar
Fótboltahúsin á Íslandi eru mishá og því fer boltinn oftar upp í þakið í sumum húsum en öðrum.

HK spilar í Kórnum í Pepsi-deildinni í sumar og fleiri félög spila heimaleiki í fótboltahúsum í Íslandsmótinu. Má þar nefna Kára sem spilar í Akraneshöllinni í 2. deildinni og Leikni Fáskrúðsfirði sem spilar í Fjarðabyggðarhöllinni í sömu deild.

Ljóst er að þessi nýja regla gæti breytt talsvert leikjum hjá þessum liðum á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner