Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. október 2019 10:07
Magnús Már Einarsson
Birkir Heimisson í Val (Staðfest)
Birkir í leik með Þór árið 2016.
Birkir í leik með Þór árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Valur hefur fengið miðjumanninn Birki Heimisson í sínar raðir en hann gerir þriggja ára samning við Valsmenn.

Hinn 19 ára gamli Birkir lék í yngri flokkum Þórs á Akureyri en hann hefur spilað með unglinga og varaliði Heerenveen í Hollandi undanfarin þrjú ár.

Birkir, sem á 24 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands, spilaði sex leiki með Þór í Inkasso-deildinni árið 2016 áður en hann fór til Heerenveen.

Í sumar yfirgaf Birkir síðan Heerenveen en hann fór eftir það til danska félagsins Horsens á reynslu.

Birkir hefur nú samið við Val en Heimir Guðjónsson tók við þjálfun á Hlíðarenda í vikunni. Heimir er byrjaður að mynda leikmannahópinn fyrir næsta tímabil en í gær gerði Sgurður Egill Lárusson nýjan þriggja ára samning við félagið.

„Það er mjög spennandi að ganga til liðs við Val og spila fyrir Heimi Guðjóns sem er frábær þjálfari. Ég hlakka mikið til að hefja æfingar," segir Birkir í tilkynningu Vals.

„Birkir er virkilega spennandi leikmaður sem hefur getið sér gott orð í Hollandi og á að baki marga leiki með yngri landsliðum Íslands þannig að það er bara frábært að hann hafi tekið þessa ákvörðun," segir Heimir Guðjónsson.


Athugasemdir
banner
banner