Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. október 2019 16:06
Elvar Geir Magnússon
Claude Puel tekinn við Saint-Etienne (Staðfest)
Claude Puel.
Claude Puel.
Mynd: Getty Images
Claude Puel, fyrrum stjóri Leicester og Southampton, er orðinn stjóri franska liðsins Saint-Etienne.

Frakkinn Puel hefur gert þriggja ára samning við Saint-Etienne en liðið er í næstneðsta sæti frönsku deildarinnar.

Puel var rekinn frá Leicester í febrúar eftir sextán mánuði í starfi en Brendan Rodgers var ráðinn í hans stað.

Saint-Etienne hefur unnið tvo af átta fyrstu leikjum sínum í frönsku deildinni.

Puel hefur einnig stýrt Nice, Mónakó, Lille og Lyon í frönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner