Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. desember 2017 16:46
Elvar Geir Magnússon
Giuseppe Rossi til Genoa (Staðfest)
Rossi er kominn til Genoa.
Rossi er kominn til Genoa.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Giuseppe Rossi hefur skrifað undir samning við Genoa sem er í 17. sæti ítölsku A-deildarinnar.

Rossi er fyrrum leikmaður Fiorentina, Villarreal, Manchester United og ítalska landsliðsins en hann var án félags.

Rossi er 30 ára og skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið.

Rossi var látinn fara frá Fiorentina í sumar en hann þurfti í fimmta sinn að fara í aðgerð á hné eftir að hafa meiðst hjá Celta Vigo þar sem hann var á láni.

Rossi er með sjö mörk í 29 landsleikjum fyrir Ítalíu en hann hefur ekki spilað landsleik síðan 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner