Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. febrúar 2019 12:02
Oddur Stefánsson
Heimild: Sky Sports 
Mourinho dæmdur í eins árs fangelsi
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur játað að hafa svikið undan skatti á Spáni.

Spænski saksóknarinn segir að fyrrum þjálfari Manchester United hefur ekki getað skilað tekjum af myndaréttindum í spænskum skattaskýrslum frá 2011 og 2012 þegar hann þjálfaði Real Madrid

„Með þeim markmiðum að fá ólöglegan hagnað."

Mourinho mun borga sekt í stað fangelsisvistar.

Krafan gegn Mourinho var lögð inn á síðasta ári um tvö dæmi um skattsvik áður en að Mourinho snéri aftur til Chelsea.

Spænsk yfirvöld sögðu að Mourinho skuldaði 3 milljónir punda en Mourinho var búinn að gera upp eina kröfuna sem endaði með 1,1 milljón punda sekt.

Hins vegar komu ný gögn á borðið og sögðu yfirvöld að einhverjar upplýsingar sáttagerðarinnar hafi verið rangar.

Mourinho hefur verið að leita sér að nýju starfi eftir að honum var sagt upp hjá Manchester United í desember 2018.

Athugasemdir
banner
banner