Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. ágúst 2019 10:02
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona útilokar það að fá Neymar - Real Madrid með hlægilegt tilboð í Pogba
Powerade
Neymar fer ekki í sumar
Neymar fer ekki í sumar
Mynd: Getty Images
Paul Pogba verður líklega áfram í Manchester
Paul Pogba verður líklega áfram í Manchester
Mynd: Getty Images
Það er komið að heitasta slúðrinu þennan mánudaginn en það er nóg um að vera í Evrópuboltanum.

Spænska félagið Barcelona hefur nú útilokað það að fá Neymar aftur frá Paris Saint-Germain í sumar. (Goal)

Manchester United er búið að komast að samkomulagi við Juventus um kaup á króatíska framherjanum Mario Mandzukic en kaupverðið er annað hvort 15 milljónir evra eða hann verður partur af skiptum þar sem Romelu Lukaku fer í hina áttina. (Mail)

Man Utd hefur þá hafnað tilboði frá Real Madrid í Paul Pogba en spænska félagið bauð þeim að fá James Rodriguez og 27 milljónir punda. (Sun)

Real Madrid hefur því ákveðið að hætta að eltast við Pogba og kaupa í staðinn Donny van de Beek frá Ajax. (Marca)

Leicester City er að íhuga það að bjóða í James Tarkowski, varnarmann Burnley, eða reyna við Nathan Aké hjá Bournemouth í ljósi þess að Harry Maguire er á leið til Manchester United. (Sky Sports)

Manchester City er að ganga frá kaupum á Joao Cancelo frá Juventus en Danilo fer í hina áttina. City borgar 32 milljónir punda á milli. (Mail)

Newcastle United ætlar ekki að bjóða Andy Carroll, fyrrum framherja félagsins, samning. Hann var síðast á mála hjá West Ham. (Mirror)

Tottenham Hotspur ætlar að bjóða Fulham að fá enska miðjumanninn Josh Onomah og 30 milljónir punda fyrir Ryan Sessegnon. (Mail)

Crystal Palace er þá að landa Victor Camarasa frá Real Betis en hann var á láni hjá Cardiff City á síðustu leiktíð. Palace fær Camarasa á láni og þarf að kaupa hann næsta sumar á 13,7 milljónir punda. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner