Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. september 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Okazaki til Huesca eftir vesenið í Malaga (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Shinji Okazaki rann út á samningi hjá Leicester í sumar og var því frjáls ferða sinna.

Hann hélt til Malaga í spænsku B-deildinni en eftir mánaðardvöl hjá félaginu kom það í ljós að ekki væru til nægir peningar til að borga japanska landsliðsmanninum laun.

Okazaki hélt áfram að leita sér að nýju félagi á Spáni og er búinn að skrifa undir eins árs samning við SD Huesca sem leikur einnig í B-deildinni.

Okazaki er 33 ára og varð úrvalsdeildarmeistari með Leicester City fyrir þremur árum. Hann hefur áður leikið fyrir Stuttgart og Mainz og þá hefur hann gert 50 mörk í 119 landsleikjum.

Huesca féll úr efstu deild í fyrra og stefnir beint aftur upp. Liðið er með sex stig eftir þrjá leiki á nýju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner