Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. nóvember 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Guti tekur við Almería (Staðfest)
Guti er fyrrum leikmaður Real Madrid.
Guti er fyrrum leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Guti, fyrrum miðjumaður Real Madrid, er orðinn stjóri spænska B-deildarliðsins Almería.

Pedro Emanuel var rekinn á dögunum og Guti hefur nú tekið við sínu fyrsta starfi sem stjóri.

Guti þjálfaði áður yngri lið Real Madrid og var svo aðstoðarþjálfari hjá Besiktas í Tyrklandi,

Almería er í öðru sæti spænsku B-deildarinnar en er þó 10 stigum frá toppliði Cadiz.

Viðskiptamaðurinn Turki Al-Sheikh frá Sádi Arabíu keypti Almería í sumar og ætlar sér stóra hluti með félagið. Það keypti meðal annars enska landsliðsmanninn Arvin Appiah frá Nottingham Forest á á 8,2 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner