Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. febrúar 2019 15:42
Magnús Már Einarsson
Nantes krefst þess að Cardiff greiði fyrir Sala
Mynd: Nantes
Franska félagið Nantes hefur krafist þess að Cardiff greiði fimmtán milljónir punda fyrir Emiliano Sala. BBC greinir frá í dag.

Cardiff keypti Sala á fimmtán milljónir punda í lok janúar en tveimur dögum síðar hvarf flugvél sem átti að flytja leikmanninn frá Frakklandi til Wales.

Cardiff átti eftir að greiða fyrir Sala og Nantes vill nú fá greiðsluna í gegn.

Sala var dýrasti leikmaður í sögu Cardiff en hann náði ekki einu sinni að mæta á æfingu hjá félaginu áður en hann lenti í flugslysinu.

Samkvæmt frétt The Insurance er Cardiff með tryggingu fyrir slysum leikmanna en sú trygging er upp á allt að sextán milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner