Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. ágúst 2019 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Juventus samþykkir tilboð Tottenham í Dybala
Paulo Dybala gæti verið á leið til Englands
Paulo Dybala gæti verið á leið til Englands
Mynd: Getty Images
Ítalska meistaraliðið Juventus er búið að ná samkomulagi við Tottenham um Paulo Dybala. Hinn afar virti Gianluca Di Marzio greinir frá þessu á Twitter.

Danski leikmaðurinn Christian Eriksen gæti verið á förum frá Tottenham áður en glugginn lokar og er enska félagið að vinna hörðum höndum að því að styrkja hópinn áður en glugginn lokar.

Eriksen hefur verið orðaður við Manchester United og Real Madrid en Tottenham ætlar að landa Dybala frá Juventus.

Di Marzio segir frá því á Twitter í kvöld að Juventus hafi samþykkt að selja Dybala til Tottenham en að leikmaðurinn og umboðsmaður hans eigi eftir að semja um kaup og kjör. Kaupverðið er 70 milljónir evra.

Það er því allt undir Dybala komið en talið er að Tottenham sé einnig í viðræðum við Barcelona um að fá Philippe Coutinho á láni út tímabilið.

Arsenal hefur einnig verið á eftir Coutinho en Kia Joorabchian, umboðsmaður Coutinho, hefur sjálfur sagt að leikmaðurinn vilji aðeins spila fyrir Liverpool á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner