Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. september 2019 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Garry Monk tekinn við Sheffield Wednesday (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Garry Monk er tekinn við Sheffield Wednesday eftir að hafa verið atvinnulaus síðan í sumar.

Monk er fertugur og hóf stjóraferilinn hjá Swansea City en hefur ekki tekist að haldast í sama stjórastarfinu lengur en eitt tímabil.

Hann hefur stýrt Leeds, Middlesbrough og Birmingham undanfarin ár og fær núna það verkefni að stýra Sheffield í rétta átt. Félagið hefur verið í stjóraleit síðan Steve Bruce sagði upp til að taka við Newcastle fyrr í sumar.

Sheffield er með níu stig eftir sex umferðir í Championship deildinni. Liðið er búið að tapa þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og á útileik gegn Huddersfield eftir landsleikjahlé.

Skiptar skoðanir eru hjá stuðningsmönnum Sheffield um þessa ráðningu eins og má sjá á ummælunum undir tilkynningunni á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner