Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. nóvember 2018 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool tapað þremur leikjum í röð - Sögulegt
Salah dapur í leikslok.
Salah dapur í leikslok.
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði mjög óvænt gegn Rauðu stjörnunni í Meistaradeildinni í dag.

Leikurinn endaði með sanngjörnum 2-0 sigri Rauðu stjörnunnar.

Liverpool er með sex stig eftir fjóra leiki og er klárlega í hættu á að komast ekki áfram í Meistaradeildinni. Liðið á eftir að fá Napoli í heimsókn og heimsækja PSG.

Tapið í kvöld var þriðja tap Liverpool í röð á útivelli í Meistaradeildinni. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem þetta gerist. Liverpool tapaði gegn Roma í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, gegn Napoli fyrr á þessu tímabili og gegn Rauðu stjörnunni í kvöld.

Síðast þegar Liverpool tapaði ekki á útivelli í Meistaradeildinni var gegn Manchester City í 8-liða úrslitunum á síðustu leiktíð.



Athugasemdir
banner
banner