Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 06. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þróttur V. fær Andra Hrafn frá Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Raggi Óla
Þróttur Vogum er búið að tryggja sér þjónustu Andra Hrafns Sigurðssonar sem hefur leikið fyrir Aftureldingu undanfarin sjö ár.

Andri Hrafn er 29 ára varnarmaður og á 129 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk Aftureldingar.

„Knattspyrnudeild Þróttar er ánægt með þann hvalreka sem félaginu hefur borist í Andra og bindur félagið miklar vonir að Andri Hrafn sé einn af lykilmönnum sem þarf til að koma félaginu á hærri stall," segir í yfirlýsingu frá Þrótti.

Þróttur nældi sér í 33 stig úr 22 leikjum í 2. deildinni síðasta sumar en Afturelding vann deildina með 45 stig.

Athugasemdir
banner
banner
banner