mið 07. ágúst 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 4. sæti
Manchester United
Manchester United er spáð fjórða sæti.
Manchester United er spáð fjórða sæti.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba og Marcus Rashford.
Paul Pogba og Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
United gerði Harry Maguire að dýrasta varnarmanni sögunnar.
United gerði Harry Maguire að dýrasta varnarmanni sögunnar.
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood er aðeins 17 ára gamall. Hann gæti fengið gott hlutverk með aðalliðinu í vetur enda bráðefnilegur.
Mason Greenwood er aðeins 17 ára gamall. Hann gæti fengið gott hlutverk með aðalliðinu í vetur enda bráðefnilegur.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst á föstudag. Við höfum síðustu daga verið að hita upp fyrir deildina með því að kynna liðin eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Manchester United er spáð fjórða sæti.

Um liðið: Manchester United, þetta risastóra félag, olli vonbrigðum á síðasta tímabili, eins og svo oft áður eftir að Sir Alex Ferguson ákvað að hætta sem stjóri liðsins. Þremur stjórum síðan Sir Alex hætti er liðið á tímamótum undir stjórn goðsagnar hjá félaginu. Hann hefur lagt áherslu á það að bæta við leikmönnum sem eru graðir í að spila fyrir félagið, ef svo má að orði komast. Fyrsta markmið hlýtur auðvitað að vera að komast aftur í Meistaradeildina.

Staða á síðasta tímabili: 6. sæti.

Stjórinn: Ole Gunnar Solskjær er áfram við stýrið. Norðmaðurinn er goðsögn hjá United eftir að hafa verið yfir 11 ára skeið sem leikmaður hjá félaginu. Hann skoraði meðal annars eftirminnilegt sigurmark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999. Hann kom með gleði inn í lið United í desember eftir að Jose Mourinho var rekinn, en sú gleði lifði þangað til í mars. Lokahnykkurinn á tímabilinu var vægast sagt slakur og endaði United í sjötta sæti. Sumir hafa skotið á það að þessi fyrrum stjóri Molde og Cardiff muni ekki endast lengi í starfi, en það á eftir að koma í ljós.

Styrkleikar: Varnarleikurinn var mjög slakur á síðasta tímabili. Varnarlínan hefur verið styrkt til muna í sumar. Það er veruleg styrking í Harry Maguire og Wan-Bissaka og er varnarlínan núna ein sú sterkasta í deildinni, á blaði að minnsta kosti. Til að bæta við það þá virðist David de Gea ætla að vera áfram hjá félaginu. Það eru margir ungir og spennandi leikmenn að koma upp hjá United, leikmenn sem gætu sprungið út í vetur. Það er meiri hressleiki í kringum United núna, en á svipuðum tíma á síðasta ári.

Veikleikar: United endaði síðustu leiktíð hræðilega. Solskjær þarf að fara vel af stað á þessu tímabili ef ekki á illa að fara hjá honum. Miðjan er ekki nægilega sterk, að minnsta kosti ekki núna. Glugginn er ekki lokaður enn. Það virðist enn sem það þurfi að styrkja nokkrar stöður og það er ekki bara það, það eru ákveðnir leikmenn í hópnum sem eiga að vera farnir frá félaginu. Romelu Lukaku er væntanlega á förum. Leikmenn eins og Marcus Rashford og Anthony Martial þurfa þá að stíga upp í markaskorun.

Talan: 54. Mörkin sem Man Utd fékk á sig í deildinni í fyrra. Það er alltof mikið.

Lykilmaður: Paul Pogba
Gengi United veltur mikið á Pogba. Hann var upp á sitt besta þegar Solskjær var nýtekinn við og gekk liðinu þá best. Hann var bæði markahæstur og með flestar stoðsendingar á síðasta tímabili. Hann hefur auðvitað verið í umræðunni og var á tímapunkti útlit fyrir það að hann myndi fara, en hann verður áfram - í að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót.

Fylgstu með: Aaron Wan-Bissaka
Leikmaður sem hefur heillað mikið á undirbúningstímabilinu. Hægri bakvörður sem hefur burði til þess að eigna sér þá stöðu hjá United næstu 10 árin eða svo. Hann á eftir að vera í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum United. Þá er efnileg kynslóð að koma upp hjá United sem gaman verður að fylgjast með. Leikmenn eins og Angel Gomes, James Garner, Tahith Chong og svo auðvitað Mason Greenwood, sem er aðeins 17 ára.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Ekkert lið af efstu níu á síðustu leiktíð fékk á sig fleiri mörk en Manchester United (54). Til þess að stoppa í götin er Solskjær búinn að fá að eyða um 140 milljónum punda í tvo unga enska varnarmenn. Vonast er til að Maguire og Lindelöf nái að leysa miðvarðavandræðin hjá liðinu og Wan-Bissaka sé tilbúinn í svona stórt verkefni. Það eru enn mörg spurningamerki fram á við eins og bara hvort Pogba og Sánchez nenna þessu og hvort Marcus Rashford getur staðið undir nýja launaseðlinum. Er Daniel James næsti Giggs?“

Undirbúningstímabilið:
Man Utd 2 - 0 Perth Glory
Man Utd 4 - 0 Leeds
Man Utd 1 - 0 Inter
Tottenham 1 - 2 Man Utd
Kristiansund 0 - 1 Man Utd
Man Utd 2 - 2 AC Milan (unnu í vítaspyrnukeppni)

Komnir:
Daniel James frá Swansea - 15 milljónir punda
Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace - 45 milljónir punda
Harry Maguire frá Leicester - 80 milljónir punda

Farnir:
Ander Herrera til PSG - Samningslaus
Dean Henderson til Sheffield United - Á láni
James Wilson til Aberdeen - Frítt
Antonio Valencia til LDU Quito - Frítt
Matty Willock til Gillingham - Frítt
Regan Poole til MK Dons - Frítt

Þrír fyrstu leikir: Chelsea (H), Wolves (Ú), Crystal Palace (H)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Man Utd, 131 stig
5. Chelsea, 126 stig
6. Arsenal, 122 stig
7. Everton, 108 stig
8. Leicester, 105 stig
9. Wolves, 101 stig
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig

Sjá einnig:
Enska upphitunin - Breyttur leikstíll Manchester United

Skráðu þig í Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net
Verðlaun í boði Budweiser eftir allar umferðir.
Kóðinn til að skrá sig er: sjkbpw
Skráðu þitt lið til leiks!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner