Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 07. ágúst 2019 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Camarasa til Crystal Palace (Staðfest)
Victor Camarasa.
Victor Camarasa.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace er búið að landa spænska miðjumanninum Victor Camarasa á láni frá Real Betis.

Aðdaáendur ensku úrvalsdeildarinnar þekkja eflaust nafnið, en hann var í láni hjá Cardiff sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Hann er miðjumaður, en talið er að Roy Hodgson, stjóri Palace, gæti notað hann sem kantmann.

Crystal Palace hefur forkaupsrétt á þessum 25 ára gamla leikmanni að tímabilinu loknu.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á föstudag. Félagaskiptaglugginn í Englandi lokar á morgun. Talið er að James McCarthy sé einnig á leiðinni til Palace, frá Everton.

Stóra spurningin hjá Palace á morgun verður hvort Wilfried Zaha verði áfram eða ekki.

Sjá einnig:
Zaha fer formlega fram á sölu frá Palace
Athugasemdir
banner
banner