Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. ágúst 2019 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gabriel Jesus í tveggja mánaða bann
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus hefur verið dæmdur í tveggja mánaða bann með brasilíska landsliðinu.

Bannið fær hann vegna hegðunnar sinnar í úrslitaleik Copa America, sem Brasilía vann gegn Perú.

Knattspyrnusamband Suður-Ameríku sektaði einnig Jesus, sem er 22 ára gamall sóknarmaður Manchester City, um það sem jafngildir tæplega 3,7 milljónum íslenskra króna.

Jesus fékk að líta sitt annað gula spjald á 70. mínútu í úrslitaleiknum. Hann brást við því með því að beita handabendingum sem gefa í skyn að dómaranum hefði verið mútað. Hann grét og ýtti svo VAR-skjá á hliðarlínunni.

Jesus mun missa af æfingaleikjum gegn Kólumbíu og Perú í september, hann gæti einnig misst af tveimur leikjum í október.
Athugasemdir
banner
banner