Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. ágúst 2019 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James McCarthy til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Crystal Palace var að ganga frá kaupum á James McCarthy, miðjumanni sem kemur frá Everton.

Kaupverðið er ekki gefið upp, en það er talið vera í kringum 3 milljónir punda. Það segir BBC.

Hann kemur frá Everton, þar sem hann var í sex ár og lék 133 leiki. Í þessum leikjum skoraði hann sex mörk. Meiðsli hafa mikið verið að trufla hann hjá Everton.

„Ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði McCarthy. „Þetta lítur út fyrir að vera fínn fjölskylduklúbbur."

Hann er fimmti leikmaðurinn sem Palace fær í sumar. Fyrr í dag fékk félagið spænska miðjumanninn Victor Camarasa á láni frá Betis.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner