Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 08:19
Magnús Már Einarsson
Breytingar gerðar á vítaspyrnureglum?
Powerade
Danny Welbeck er orðaður við Crystal Palace.
Danny Welbeck er orðaður við Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Pochettino er ekki á leið til Real Madrid.
Pochettino er ekki á leið til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa skilað slúðri dagsins. Njótið!



Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, ætlar ekki að leyfa miðjumanninum Ruben Loftus-Cheek (22) að fara til West Ham í janúar. (Mirror)

FIFA er að íhuga að breyta reglum um frákast eftir vítaspyrnur. FIFA íhugar að dæma sjálfkrafa aukaspyrnu á liðið sem klikkar á vítapunktinum og koma þannig alfarið í veg fyrir að hægt sé að á fylgja eftir ef spyrnan klikkar. (De Telegraaf)

Manchester City er að skoða Aaron Wan-Bissaka (20) hægri bakvörð Crystal Palace. (Mirror)

Palace er að íhuga tíu miljóna punda tilboð í Danny Welbeck (27) framherja Arsenal. (Sun)

Slavisa Jokanovic, stjóri Fulham, vonast til að fá leikinn gegn Liverpool um helgina til að bjarga starfi sínu. (Mail)

Leon Bailey (21) segist hafa hafnað því að fara frá Bayer Leverkusen en hann hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Manchester City. (Manchester Evening News)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur sagt Real Madrid að hann sé ekki á förum frá enska félaginu þrátt fyrir að hafa fengið tilboð upp á 15 milljónir punda í árslaun frá Real. (Sun)

Adrien Rabiot (23) miðjumaður PSG fékk þau skilaboð í sumar að hann ætti að fara til Barcelona eftir að viðræður um nýjan samning sigldu í strand. (Daily Star)

Real Madrid hefur náð samkomulagi við Exequiel Palacios (20) miðjumann River Plate. (TeleMadrid)

Chelsea er að skoða Callum Wilson (26) framherja Bournemouth eftir góða frammistöðu hans að undanförnu. (Mirror)

Jamie Vardy (31) á sérstakt box fyrir vini og vandamenn á King Power leikvanginum. Í leiknum gegn Burnley á laugardag verður uppboð þar sem hægt er að bjóða í að horfa á leikinn þar. Allur ágóði rennur í góðgerðarsamtök Vichai Srivaddhanaprabha sem lést á dögunum. Kasper Schmeichel (32) markvörður Leicester ætlar að bjóða upp hanskana sína fyrir samtökin. (Leicester Mercury)

Leicester mun ekki spila neina tónlist til að fagna ef liðið skorar gegn Burnley á laugardag. Það verður gert til minningar um Vichai. (Times)

Manchester City ætti að íhuga að fá Declan Rice (19) miðjumann West Ham í sínar raðir en þetta segir Fernandinho miðjumaður City. (Evening Standard)

Stuðningsmannaklúbbur Manchester City er í áfalli eftir að tilkynnt var að Anthony Taylor dæmi leik liðsins gegn Manchester United á sunnudag. Taylor er stuðningsmaður Altrincham en hann býr í þeim hluta Manchester þar sem United er ríkjandi. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner