Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. nóvember 2018 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho gerði allt vitlaust í leikslok
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var ánægður eftir 2-1 sigur gegn Juventus á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld.

Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 65. mínútu en United náði að koma til baka á síðustu mínútunum. Juan Mata jafnaði á 86. mínútu og stuttu síðar skoraði United aftur, í þetta skiptið var það sjálfsmark frá bakverðinum Alex Sandro.

Eftir leik ákvað Mourinho aðeins að láta vita af sér. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu en eftir leik gekk hann inn á völlinn og bað efasemdarmenn um að halda áfram að tala.

Leonardo Bonucci var ekki par sáttur með Mourinho en Ashley Young, fyrirliði United, hljóp á milli þeirra.

Mourinho gekk inn í klefa með gæsluna á eftir sér.

Stuðningsmenn United eru sáttir með þessa hegðun Mourinho.











Athugasemdir
banner
banner