Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 07. nóvember 2018 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Íslandi til hamingju með Arnór
Arnór í leik með U21 landsliðinu. Verður hann ekki í næsta A-landsliðshóp?
Arnór í leik með U21 landsliðinu. Verður hann ekki í næsta A-landsliðshóp?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson átti fínasta kvöld þrátt fyrir að CSKA Moskva tapaði gegn Roma í Meistaradeildinni.

Skagamaðurinn efnilegi skoraði sitt fyrsta mark fyrir CSKA og fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni þegar CSKA tapaði 2-1 gegn Roma. Arnór jafnaði í 1-1 en Roma skoraði sigurmarkið stuttu eftir mark Arnórs. Hörður Björgvin Magnússon hafði fengið að líta sitt annað gula spjald í millitíðinni.

Svekkjandi tap en Arnór getur vel við unað. Hann er aðeins 19 ára gamall og á framtíðina fyrir sér. Hvað varst þú að gera 19 ára?

Arnór hefur fengið margar kveðjur á Twitter. Ein þeirra kemur frá Daniel Ekvall, íþróttasálfræðingi sænska landsliðsins. Ekvall sendir Íslandi hamingjuóskir með þennan efnilega leikmann.

„Til hamingju Ísland," skrifar Ekvall.

Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim kveðjum sem Arnór hefur fengið í kvöld.





















Athugasemdir
banner
banner