banner
   fim 07. desember 2017 19:02
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo fékk sinn fimmta gullknött - Jafnar Messi (Staðfest)
Ronaldo hefur unnið gullknött fjórum sinnum á síðustu fimm árum og jafnað Messi í 5-5.
Ronaldo hefur unnið gullknött fjórum sinnum á síðustu fimm árum og jafnað Messi í 5-5.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í margra augum er Ballon d'Or gullknötturinn stærstu einstaklingsverðlaun sem fótboltamaður í heiminum getur hlotið. Cristiano Ronaldo fékk þessi verðlaun í fimmta sinn í kvöld en afhendingin fór fram í Eiffel-turninum í París.

Ronaldo hefur um margra ára skeið verið í fremstu röð í boltanum en á þessu ári fagnaði hann sigri í spænsku deildinni og Meistaradeildinni með liði sínu, Real Madrid á Spáni. Hann varð markakóngur Meistaradeildarinnar.

Með því að vinna gullknöttinn fimm sinnum hefur Ronaldo (32 ára) jafnað met keppinautar síns, Lionel Messi (30 ára), sem einnig á fimm gullknetti. Ronaldo hefur fengið þennan heiður fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

„Þetta er stór stund á ferli mínum. Bikarar hjálpa manni að vinna þessi verðlaun. Ég verð að þakka liðsfélögum mínum frá Madríd og Portúgal. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig," sagði Ronaldo eftir að hann tók við verðlaunum sínum.

Messi hafnaði í öðru sæti í kvöld og Neymar í því þriðja.

1 : Cristiano Ronaldo
2 : Lionel Messi
3 : Neymar
4 : Gianluigi Buffon
5 : Luka Modric
6 : Sergio Ramos
7 : Kylian Mbappé
8 : N'Golo Kanté
9 : Robert Lewandowski
10 : Harry Kane
11 : Edinson Cavani
12 : Isco
13 : Luis Suarez
14 : Kevin De Bruyne
15 : Paulo Dybala
16 : Marcelo
17 : Toni Kroos
18 : Antoine Griezmann
19 : Eden Hazard
20 : David De Gea
21 : Leonardo Bonucci og Pierre-Emerick Aubameyang
23 : Sadio Mané
24 : Radamel Falcao
25 : Karim Benzema
26 : Jan Oblak
27 : Mats Hummels
28 : Edin Dzeko
29 : Dries Mertens og Philippe Coutinho.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner