Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. desember 2018 23:19
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Blikar 
Gísli Eyjólfs lánaður til Mjällby (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson miðjumaður Blika hefur verið lánaður til Mjällby í Svíþjóð. Lánssamningurinn gildir frá 1. janúar og út árið 2019. Frá þessu er greint á vefsíðu Blika.

Lánssamningnum fylgir forkaupsréttur sem sænska félagið getur nýtt sér að loknu lánstímabilinu.

Þjálfari Mjällby er enginn annar en Milos Milojevic sem þjálfaði Blika hluta sumarsins 2017 og þekkir því vel til Gísla.

Gísli er 24 ára gamall og hefur verið meðal betri leikmanna Pepsi-deildarinnar undanfarin ár. Hann hefur gert 24 mörk í 103 keppnisleikjum með Blikum.

„Það verður spennandi að sjá hvernig Gísli stendur sig í Svíþjóð. Við Blikar sjáum auðvitað eftir leikmanninum en skiljum mjög vel að hann viljið spreyta sig á erlendri grundu. Heija Gísli!" segir meðal annars á vefsíðu Blika.

Mjällby vann suðurhluta C-deildarinnar í Svíþjóð í ár með tólf stiga forystu og verður áhugavert að fylgjast með gengi Gísla og félaga í B-deildinni á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner