Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. ágúst 2018 13:35
Magnús Már Einarsson
Sænskur markmannsþjálfari - Arnar Viðars nýr njósnari
Icelandair
Freyr Alexandersson kynnir starfslið Íslands á fréttamannafundi í dag. Arnar Þór Viðarsson lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Íslands hönd.  Hann er nýr njósnari landsliðsins.
Freyr Alexandersson kynnir starfslið Íslands á fréttamannafundi í dag. Arnar Þór Viðarsson lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Íslands hönd. Hann er nýr njósnari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sebastian Boxleitner verður áfram þol og styrktarþjálfari.
Sebastian Boxleitner verður áfram þol og styrktarþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Eriksson verður nýr markmannsþjálfari íslenska landsliðsins en þetta var tilkynnt í dag. Guðmundur Hreiðarsson hefur verið markmannsþjálfari undanfarin ár en Lars tekur nú stöðu hans.

Þetta var tilkynnt þegar Erik Hamren var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari í dag.

Hinn 52 ára gamli Lars hefur unnið náið með Erik Hamren í gegnum tíðina. Hann var markmannsþjálfari Svía þegar Erik þjálfaði liðið frá 2009 til 2016. Lars var varamarkvörður sænska landsliðsins sem náði í brons á HM 1994.

Sebastian Boxleitner verður áfram þol og styrktarþjálfari landsliðsins líkt og undanfarin tvö ár.

„Það er mikið ánægjuefni. Hann er fagmaður í sínu starfi og það er gott að halda í þá reynsu sem hann hefur náð í gagnvart leikmönnum okkar," sagði Freyr Alexandersson, nýráðinn aðstoðarþjálfari, um Sebastian.

Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, kemur nýr inn sem njósnari í þjálfarateymið. Davíð Snorri Jónasson verður einnig áfram njósnari en hann var í slíku starfi á HM í sumar.

Arnar Þór er aðstoðarþjálfari Lokeren í Belgíu og hann mun sjá um að skoða belgíska landsliðið fyrir Þjóðadeildina í haust. Davíð Snorri skoðaði Belgíu og Sviss á HM í sumar en það eru andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni. Hann einbeitir sér nú að liði Sviss á meðan Arnar sér um Belga.

Siggi Dúlla verður áfram búningastjóri næstu tvö árin og að sögn Freys er stefnt á að halda svipuðu starfsliði áfram í kringum liðið.


Athugasemdir
banner
banner