Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aaron Mooy á láni til Brighton (Staðfest) - Framlengdi fyrst
Mynd: Getty Images
Það er rúmur klukkutími í að félagaskiptaglugginn loki á Englandi. Brighton var að fá ástralska miðjumanninn Aaron Mooy á láni frá Huddersfield út tímabilið.

Mooy er 28 ára og hefur síðustu tvær leiktíðir spilað 65 leiki með Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni.

Hann leikur áfram í ensku úrvalsdeildinni, en með Brighton í þetta skiptið, á meðan Huddersfield berst í Championship-deildinni.

Áður en hann fór til Brighton skrifaði hann undir nýjan samning við Huddersfield til 2022.

Brighton mætir Watford á laugardag í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner