fim 08. ágúst 2019 15:55
Magnús Már Einarsson
Andy Carroll til Newcastle (Staðfest)
Steve Bruce stjóri Newcastle og Andy Carroll.
Steve Bruce stjóri Newcastle og Andy Carroll.
Mynd: Newcastle
Framherjinn Andy Carroll hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Newcastle United á nýjan leik.

Carroll kemur frítt til Newcastle eftir að samningur hans hjá West Ham rann út fyrr í sumar.

Carroll skoraði 31 mark í 80 leikjum með Newcastle áður en Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda á gluggadeginum í janúar 2011. Þá var um að ræða metfé fyrir enskan leikmann.

Hinn þrítugi Carroll hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en hann er nú mættur aftur á heimaslóðir til að reyna að finna sitt fyrra form.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner