Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. ágúst 2019 15:08
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna farinn frá Aston Villa (Staðfest)
Birkir fagnar marki hjá Aston Villa.
Birkir fagnar marki hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason og Aston Villa hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi hans hjá félaginu.

Birkir kom til Aston Villa frá Basel í janúar árið 2017 og skoraði sex mörk í 54 leikjum með enska félaginu.

„Félagið vill óska BB alls hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningu frá Aston Villa.

Birkir var ellefu sinnum í byrjunarliði Aston Villa í Championship deildinni á síðasta tímabili en hann kom lítið við sögu síðari hluta tímabilsins.

Aston Villa fór upp í ensku úrvalsdeildina í vor og hefur í sumar bætt við tólf leikmönnum í hópinn.

Hinn 31 árs gamli Birkir er nú laus allra mála hjá Villa og getur farið frítt í annað félag.




Athugasemdir
banner
banner