Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 08. ágúst 2019 23:00
Brynjar Ingi Erluson
David Luiz: Ekki margir sem myndu gera þetta
David Luiz er farinn frá Chelsea
David Luiz er farinn frá Chelsea
Mynd: Getty Images
David Luiz samdi við Arsenal í kvöld en hann kemur frá nágrönnum þeirra í Chelsea. Hann gerði tveggja ára samning.

Luiz er 32 ára gamall en hann fór fram á sölu í gær til þess að komast til Arsenal.

Hann stóðst læknisskoðun hjá Arsenal áður en skiptin voru staðfest í kvöld. Það hefur mikið verið rætt og ritað um þessa ákvörðun Luiz en hann segist ekki hræddur við þessa áskorun.

„Ég er spenntur fyrir því að spila fyrir þetta félag. Ég ólst upp við að horfa á marga leiki með Arsenal, sérstaklega þessa frábæru leikmenn sem spiluðu hér áður fyrr þannig ég er mjög spenntur að gera stóra hluti hér," sagði Luiz.

„Minn tími hjá Chelsea var liðinn. Ég ræddi við Chelsea og alla aðra og fékk tækifæri til að koma í annan stóran klúbb. Ég hef alltaf viljað nýjar áskoranir og ég er ekki hræddur við að prufa nýja hluti."

„Það eru ekki margir leikmenn sem myndu láta reyna á það sem ég gerði, kannski yrðu aðrir hræddir við að gera þetta eða eitthvað í þá áttina. Ég er bara að reyna að gera stóra hluti í lífinu og eins og ég segi þá var minn tími kominn hjá Chelsea og nú er ég spenntur að hefja nýjan kafla í mínu lífi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner