Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 19:09
Brynjar Ingi Erluson
David Luiz til Arsenal (Staðfest)
David Luiz með Arsenal-treyjuna
David Luiz með Arsenal-treyjuna
Mynd: Heimasíða Arsenal
Arsenal er búið að ganga frá kaupunum á brasilíska varnarmanninum David Luiz en hann kemur frá Chelsea. Félögin staðfestu nú rétt í þessu félagaskiptin.

Luiz er 32 ára gamall en hann gerir tveggja ára samning við Arsenal og er kaupverðið talið nema um 8 milljónum punda.

Hann spilaði í heildina 248 leiki og skoraði 18 mörk fyrir Chelsea en flytur sigur nú yfir til Arsenal.

Hann fór í verkfall í gær og vildi komast til Arsenal en hann gekkst undir læknisskoðun í dag áður en gengið var frá skiptunum.

Arsenal hefur verið duglegt á markaðnum í sumar en félagið hefur fengið Nicolas Pepe, Kieran Tierney, Dani Ceballos og Gabi Martinelli.

„David er með mikla reynslu og ég hlakka til að vinna með honum á ný. Hann er þekktur leikmaður sem bætir okkur varnarlega," sagði Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal en þeir unnu saman hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner