Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. ágúst 2019 10:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil Krafth í Newcastle (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Newcastle var að ganga frá kaupum á sænska bakverðinum Emil Krafth. Hann kemur til Newcastle frá Amiens í Frakklandi.

Kaupverðið er í kringum fimm milljónir punda að sögn Sky Sports.

Hinn 25 ára gamli Krafth er sænskur landsliðsmaður en hann var í hópnum á HM í Rússlandi í fyrra.

Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Newcastle, en hann er sjötti leikmaðurinn sem Newcastle fær í sumar. Newcastle keypti brasilíska sóknarmanninn Joelinton á 40 milljónir punda og fjárfesti auk þess í Allan Saint-Maximin, kantmanni, á rúmlega 16 milljónir punda.

Einnig kom bakvörðurinn Jetro Willems á láni og Kyle Scott og Jake Turner á frjálsri sölu.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner