fim 08. ágúst 2019 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Man Utd til Lyon (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Alex Greenwood, sem var fyrirliði Manchester United á síðasta tímabili, er farin til franska stórliðsins Lyon.

Lyon er eitt öflugasta íþróttalið í heimi og hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, nú síðast á þessu ári eftir úrslitaleik við Barcelona.

Greenwood var fyrirliði Manchester United þegar liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð, en þar áður lék hún með Liverpool.

Hún var í enska landsliðinu sem fór í undanúrslitin á HM kvenna í sumar.

Nú ætlar hún að taka slaginn í Frakklandi, en á meðan mætir Manchester United liði Manchester City í grannaslag í opnunarleik úrvalsdeild kvenna í Englandi þann 7. september.
Athugasemdir
banner
banner