Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. ágúst 2019 14:50
Magnús Már Einarsson
Romelu Lukaku til Inter (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Inter hefur keypt belgíska framherjann Romelu Lukaku frá Manchester United á 73 milljónir punda.

Framtíð Lukaku hefur verið í óvissu í allt sumar en Juventus hafði einnig áhuga á honum.

Lukaku hefur ekkert spilað með Manchester United á undirbúningstímabilinu og í vikunni skrópaði hann á æfingar hjá liðinu og æfði þess í stað með gömlu félögunum í Anderlecht.

Nú hafa samningar náðst og Lukaku skrifaði undir fimm ára samning hjá Inter í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun. Hann er sagður fá 300 þúsund pund í laun á viku.

Manchester United keypti Lukaku á 75 milljónir punda frá Everton fyrir tveimur árum síðan. Á ferli sínum hjá Manchester United skoraði hann 42 mörk í 96 leikjum.

Framherjarnir Mario Mandzukic, Fernando Llorente og Inaki Williams hafa allir verið orðaðir við Manchester United til að fylla skarð Lukaku en þar sem félagaskiptaglugginn lokar á Englandi eftir klukkutíma þá er ólíklegt að nýr framherji komi fyrir þann tíma.



Athugasemdir
banner
banner
banner