Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. ágúst 2019 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarr dýrastur í sögu Watford (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Watford er búið að næla í kantmanninn Ismaila Sarr frá Rennes. Þetta var staðfest rétt í þessu.

Það var talað um það fyrr í dag að Watford væri að gefast upp á Sarr, en aðdragandinn hefur verið langur að þessum félagaskiptum. Watford hefur loksins náð að klófesta sinn mann.

Hann er dýrastur í sögu Watford. Talið er að hann kosti í kringum 30 milljónir punda. Andre Gray var áður dýrastur í sögu Watford, hann kostaði 18 milljónir punda.

Sarr er 22 ára gamall kantmaður sem á 26 landsleiki að baki fyrir Senegal og fjögur landsliðsmörk. Í fyrra skoraði hann 13 mörk í 50 leikjum í öllum keppnum fyrir Rennes.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner