Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. ágúst 2019 17:25
Brynjar Ingi Erluson
Stoke lánar Afobe til Bristol City (Staðfest)
Benik Afobe er farinn til Bristol City
Benik Afobe er farinn til Bristol City
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Bristol City hefur fengið Benik Afobe á láni frá Stoke City út þetta tímabil.

Afobe er 26 ára gamall framherji en hann skoraði 9 mörk í 49 leikjum með Stoke á síðasta tímabili.

Hann var á láni hjá félaginu en var síðan keyptur frá Wolves í janúar á þessu ári.

Bristol City er nú búið að næla sér í leikmanninn en hann verður á láni út tímabilið.

Þetta hefur verið öflugur gluggi hjá Bristol City en félagið hefur fengið Jay DaSilva, Han-Noah Masseno, Adam Nagy, Tomas Kalas og Kasey Palmer svo einhverjur séu nefnfdir.
Athugasemdir
banner
banner