fim 08. nóvember 2018 10:51
Elvar Geir Magnússon
Pogba missti af fluginu
Pogba á flugvellinum í Manchester.
Pogba á flugvellinum í Manchester.
Mynd: Twitter
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, missti af fluginu heim frá Tórínó þar sem hann var tekinn í lyfjapróf eftir sigurinn gegn Juventus í Meistaradeildinni.

Leikmenn eru valdir af handahófi í lyfjapróf, einn úr hvoru liði. Prófið tók dágóðan tíma í gær og gat franski heimsmeistarinn ekki flogið með liðsfélögum sínum.

Hann fór þá með stuðningsmönnum í öðru flugi sem var síðar.

Pogba var að mæta sínum gömlu samherjum í Juventus.

Sigur Manchester United í gær var dýrmætur. Liðið getur innsiglað sæti sitt í 16-liða úrslitum með því að vinna Young Boys í næstu umferð ef Juventus vinnur Valencia.

Juventus er með 9 stig eftir fjóra leiki. United er með 7 stig, Valencia, 5 og Young Boys 1.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu eru merki þess efnis að Jose Mourinho sé að ná að koma United á beinu brautina.

Næstu leikir United:
Sunnudagur: Manchester City (Ú)
24. nóvember: Crystal Palace (H)
27. nóvember: Young Boys (H)
1. desember: Southampton (Ú)
5. desember: Arsenal (H)
8. desember: Fulham (H)


Athugasemdir
banner
banner
banner