Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. febrúar 2019 20:43
Arnar Helgi Magnússon
Wijnaldum komst ekki á liðshótelið fyrir leikinn
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Georginio Wijnaldum var frábær í dag þegar Liverpool sigraði Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Wijnaldum skoraði glæsilegt mark á 34. mínútu þegar hann fékk sendingu frá Andrew Robertson inn fyrir vörn Bournemouth. Wijnaldum lyfti boltanum þá snyrtilega yfir Arthur Boruc í marki Bournemouth.

Eftir leikinn var Wijnaldum síðan valinn maður leiksins af Sky. Þótt svo að Wijnaldum hafi verið frábær í dag þá hefur hann ekki verið alveg jafn frábær síðustu daga.

„Hann svaf ekki á liðshótelinu í nótt vegna veikinda. Hann er búinn að vera með ælupest og niðurgang síðustu daga sem varð til þess að hann gat ekki hitt liðið í gær, hann kom beint í leikinn." sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn.

Liverpool komst að sjálfsögðu aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigrinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner