Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mán 09. júlí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Logi Ólafs: Kári klár í næsta leik, vildum ekki spila honum á þurru gervigrasinu
Logi er stigaóður þessa dagana!
Logi er stigaóður þessa dagana!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöllina í kvöld þegar þeir lögðu Fylkismenn 2-3 í hörku fótboltaleik. Logi Ólafsson þjálfari Víkings var að vonum sáttur með að vinna sinn annan leik í röð á útivelli.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  3 Víkingur R.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með að við skorum þrjú mörk og unnum leikinn og vorum virkilega sterkir í fyrri hálfleik. Fylkir hafa náð í 9 stig í þessu húsi svo þetta er erfiður völlur að koma og sækja stig á."

Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð, báða á útivelli, Logi var ánægður með sigurinn en var ekki sáttur með að þeir hleyptu Fylki aftur inn í leikinn.

„Það segir sig sjálft að fara í Vesturbæinn og halda markinu hreinu og vinna leikinn er mjög gott. Þetta leit virkilega vel út hér í hálfleik þar sem við héldum að við værum að vinna þægilegan sigur en við hleypum þeim inn í leikinn og þá er voðinn vís."

Rick Ten Voorde framherji Víkings fór meiddur af velli og Gunnlaugur Hlynur og Jörgen Richardsen voru ekki með vegna meiðsla, þeir ættu þó að vera klárir í næsta leik að sögn Loga.

„Hann er stífur aftan í lærinu og við vildum ekki taka neinar áhættur með hann svo hann myndi ekki togna. Gunnlaugur og Jörgen ættu að vera tilbúnir í næsta leik, þeir eru bara smávægilega meiddir."

Kári Árnason er klár í slaginn hjá Víkingum en Logi vildi ekki taka sénsinn á að spila honum á þurru gervigrasi eftir að hafa verið á góðu grasi í Rússlandi.

Við mátum það þannig að það væri ekki gott að koma af flottu grasi í Rússlandi og á nánast þurtt gervigras í Egilshöll. Hann er tilbúinn og við sjáum til hvort hann verði í liðinu í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner