banner
   fim 09. ágúst 2018 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bernard til Everton á frjálsri sölu (Staðfest)
Bernard er mættur til Everton.
Bernard er mættur til Everton.
Mynd: Everton
Everton var að semja við Brasilíumanninn Bernard. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við Everton.

Bernard kemur á frjálsri sölu eftir að hann rann út á samningi hjá Shakhtar Donetsk. Ef hann stendur undir væntingum verður þetta eitt af félagskiptum sumarsins.

Bernard er 25 ára gamall og á hann 14 leiki að baki fyrir brasilíska landsliðið. Hann kostaði 25 milljónir evra þegar hann var keyptur til Shakhtar árið 2013.

Hann getur spilað á báðum köntunum og í holunni en er yfirleitt notaður vinstra megin. Hann gerði 28 mörk í 157 leikjum á fimm árum í Úkraínu.

Bernard yrði þriðji leikmaðurinn til að ganga til liðs við Everton í sumar eftir Richarlison og Lucas Digne Búast má við því að fleiri leikmenn gangi í raðir Everton á næstu mínútum. Miðverðirnir Yerry Mina og Kurt Zouma eru orðaðir við félagið, sem og miðjumaðurinn Andre Gomes.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner